om oss
tjenester
galleri
ta kontakt
hjem
Um okkur.
Hvers vegna við gerum það sem við gerum.
Við erum veiðimenn eins og þú
Við tökum útbúnað okkar alvarlega.
Við vitum að réttur útbúnaður getur gert góðar stundir ógleymanlegar.
Við erum handverksmenn.

Veiðistangir hafa þróast mikið undanfarna áratugi, frá tréstöngum til bambus, fíber og grafít er alltaf rauður þráður í gegn. Engin stöng passar fullkomlega að tveimur á sama hátt.
Enginn getur sagt að eitt sé réttara en annað og því er stöng sniðin að þér besta lausnin. 
Rétt stöng getur skilið á milli þess að ná að setja í fiskinn, eyða fallegri stund í dans við hann og svo landað honum eða þess að bara sjá hann.

Við notum stangarefni frá flestum framleiðendum, allt frá óþekktum til stóru merkjanna sem eru góðkunn af góðu í áratugi. Við notum íhluti sem passa að því sem þú vilt fá úr úr þinni stöng og allt er frágengið eftir þínum óskum. 
Útkoman er gripur sem þú munt njóta í mörg ár, lærir að þekkja og passar að þér. 

Við getum ráðlagt út frá þeirri notkun sem stöngin er ætluð í.
Sama hvaða veiðiskap þú elskar að stunda.